Á mánudaginn komu þeir Valtýr Auðbergsson, Kristján Georgsson og Magnús Steindórsson færandi hendi á Sambýlið þegar þeir færðu heimilismönnum nuddpott að gjöf. Til kaupanna notuðu þeir ágóðann úr árlegu golfmóti sem þeir halda í Eyjum, Ufsaskalla golfmótið en mótið er nú orðið að árlegum viðburði. Potturinn var keyptur hjá Miðstöðinni en það voru Lionsmenn sem smíðuðu sólpall í kringum pottinn.