Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrjú mörk í 4-0 útisigri Norrköping gegn Sundsvall í dag. Ari Freyr Skúlason lék á miðju Sundsvall með fyrirliðabandið en Jón Guðni Fjóluson kom inn sem varamaður á 69. mínútu þegar staðan var 4-0. Ekki ólíklegt að Jón Guðni verði í byrjunarliðinu í næsta leik. Gunnar Heiðar hefur skorað sextán mörk í sænsku deildinni og er meðal markahæstu leikmanna.