Ökumaður pallbíls lenti í vandræðum í Höfðavík, við Stórhöfða á Heimaey í dag. Hann hafði ekið bíl sínum niður í sandfjöruna, niður í átt að sjávarmálinu en þegar hann hugðist snúa við, sat bíllinn fastur. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk félaga í Björgunarfélagi Vestmannaeyja til að koma með tvo öfluga bíla til að draga bílinn úr fjörunni, enda var að flæða að og aðeins nokkrir metrar í sjó.