Íslandspóstur gefur út jólafrímerkin 2012 fimmtudaginn 1. nóvember en sama dag kemur út frímerkjaröð um aðra kynslóð frumkvöðla íslenskrar myndlistar. Í frímerkjaröðinni eru gefin út fjögur frímerki að þessu sinni, m.a. frímerki með mynd Júlíönu Sveinsdóttur, Frá Vestmannaeyjum.