Útvegsbændafélag Vestmannaeyja vill koma á framfæri þökkum til sjómanna og fiskvinnslufólks í Vestmannaeyjum sem stóðu við hlið útvegsmanna í baráttunni gegn þeirri miklu hækkun á veiðigjaldi sem samþykkt var á Alþingi í sumar. Margföldum veiðigjaldsins mun hafa mjög neikvæð áhrif á afkomu alls samfélagsins í Vestmannaeyjum sem á allt sitt undir sjávarútveginum.