Haukar veittu ÍBV óvænta mótspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Eyjum í N1 deild kvenna. Flestir reiknuðu með að ÍBV, sem situr í þriðja sæti deildarinnar, myndi eiga auðveldan leik fyrir höndum gegn Haukum, enda Hafnarfjarðarliðið í 8. sæti og hefur aðeins unnið tvo leiki. En annað kom á daginn, leikurinn var í járnum en að lokum hafði ÍBV sigur 28:24.