Kæru Eyjamenn. Senn líður að alþingiskosningum og þá er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvað það er sem skiptir mestu máli í aðdraganda kosninga. Í þessari grein ætla ég að fjalla um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram að hlúa að velferðinni því hún er undirstaða aukinnar velmegunar og síðast en ekki síst jafnréttis, þar sem félagslegur jöfnuður ríkir og einstaklingarnir fái að njóta sín á eigin forsendum.