Focus World sem er hluti af stórfyrirtækinu
Focus Features mun dreifa Djúpinu, kvikmynd Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Myndin verður því sýnd vestanhafs á næsta ári. Samningaviðræður hafa staðið í nokkurn tíma milli íslenska framleiðslufyrirtækisins Blue Eyes Production og Focus World um dreifingarrétt á myndinni. Gengið var frá samningunum í dag og mun Focus World m.a. skuldbinda sig til að kynna myndina í tengslum við Óskarsverðslaunahátíðina en Djúpið er framlag Íslands til hátíðarinnar í ár.