Kvikmyndin Djúpið hefur fengið mjög góðar viðtökur í Vestmannaeyjum en sýningar á myndinni hafa gengið vel. Þær hafa reyndar gengið svo vel að nú hefur verið ákveðið að bæta við einni aukasýningu, á miðvikudaginn klukkan 15:00. Tímasetning sýningarinnar er sérstök en fyrir henni er góð og gild ástæða.