Kirkjuþing samþykkti í morgun að áfram yrðu tvö prestssetur í Vestmannaeyjum. Prestssetur hafa verið í Eyjum frá ómunatíð með prestssetursjörðunum að Kirkjubæ og Ofanleiti en prestssetur færðust síðan inn í bæinn á Heiðarveg 51 og Sóleyjargötu 2. Í tíð sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar fluttist prestssetrið af Sóleyjargötu á Hólagötu 42 og verður eina prestssetrið um tíma. Þegar sr. Bára Friðriksdóttir er skipuð 1998 er annað prestssetur endurheimt með kaupum á Smáragötu 6.