„Okkur er lofað að ferjan Baldur verði komin í siglingar á Breiðafirði á mánudag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá verður skipið búið að leysa leysa Herjólf af í siglingum til Vestmannaeyja í hálfan mánuð á meðan hann er í viðgerð. Upphaflega átti viðgerðin að taka viku.