Nú sér fyrir endann á viðgerð Herjólfs en skipið hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan mánudaginn 26. nóvember. Gera þurfti við skrúfu skipsins eftir að hún fór utan í staura við innsiglinguna en við það sködduðust þrjú af fjórum blöðum skrúfunnar og það fjórða fór af.