Á fundi Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sem haldinn var í vikunni, lagði framkvæmdastjóri til eftirfarandi þætti varðandi akstursþjónustu Vestmannaeyjabæjar fyrir fatlað fólk og aldraða; – að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið. – að ráðinn verði starfsmaður sem sinnir akstrinum. – að starfsmaðurinn og rekstur bifreiðarinnar verði í umsjón þjónustumiðstöðvar.