Mikið er ég ánægður með umræðuna sem fylgdi í kjölfar birtingu á opnu bréfi mínu til Herjólfs í byrjun vikunnar, sem ég veit reyndar ekki fyrir víst hvort svarað hafi verið, en nóg um það. Það sem verra er að ég er litlu nær, hvort yfirleitt verði siglt í vetur til Landeyjarhafnar. Einnig hefði mátt búast við, eftir alla þessa umfjöllun að vera nær um stöðuna varðandi lúkningu á endanlegri hafnargerð í Landeyjarhöfn og nýsmíði Herjólfs.