Mörg félög hafa sýnt Eyjamanninum Gunnar Heiðari Þorvaldssyni mikinn áhuga að því er umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, segir í viðtali við sænska netmiðilinn fotbollskanalen. Gunnar Heiðar átti afar góðu gengi að fagna með sænska liðinu Norrköping á leiktíðinni en hann endaði sem annar markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 mörk. Gunnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Norrköping en Ólafur Garðarsson útilokar ekki að hann fari frá félaginu og jafnvel í janúarglugganum.