Nú líður senn að stórleiknum milli A og B-liðs ÍBV. Mikill spenningur er í bænum vegna þessa leiks og samkvæmt heimildum eyjafrétta.is er að verða uppselt á leikinn, þrátt fyrir að 100 miðum hafi verið bætt við. Þjálfarateymi B-liðsins er mjög vel undirbúið fyrir þennan leik og fátt mun koma á óvart í leik A-liðsins að sögn Elliða Vignissonar yfirhausara B-liðsins.