Þrátt fyrir hetjulega baráttu, þá náði B(esta) liðið ekki að leggja A-lið ÍBV að velli þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Leikurinn var hinn skemmtilegasti enda leikurinn fyrst og fremst gerður til skemmtunar og til að safna fyrir góðu málefni. Um 600 manns fylltu gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar og skemmtu sér konunglega. Eftir svakalegan Gangnam style dans og Haku dans B-liðsins fyrir leik var eins og ekkert gæti stöðvað þá. Þeir töpuðu samt, lokatölur urðu 17:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 7:11.