Moren.
Jæja nálgast nú hátíð ljóss og friðar. Er þá ekki við hæfi að skamma útgerðarmennina ofurlítið. en fyrst að fiskiríinu. Það hefur verið ágætt undanfarið miðað við árstíma. Flestir eru fyrir austan og nokkrir fyrir vestan land. Vídalín landaði í fyrradag rúmum 80 tonnum af ufsa og karfa. Bergey er komin í jólafrí og útlit er fyrir að flestir fari í jólafrí í þessari viku eða í byrjun næstu.