Tinna Tómasdóttir, talmeinafræðingur, hefur verið ráðin í hlutastarf hjá bænum og mun sinna greiningu, fræðslu og ráðgjöf í skólunum. Utan þess ætlar hún að bjóða upp á þjónustu fyrir almenning þannig að þeir sem áður hafa þurft að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur geta nú leitað til hennar.