HSÍ tilkynnti í hádeginu val á liði fyrri umferðar Íslandsmótsins í N1. deild kvenna. ÍBV á einn fulltrúa í liðinu, Simona Vintale miðjumaður, sem hefur farið á kostum í vetur og sýnt að hún hefur engu gleymt frá því að hún var hér fyrir sjö árum síðan. Markvörður Vals og íslenska landsliðsins, Guðný Jenný Ásmundsdóttir var valin besti leikmaðurinn en úrvalsliðið má sjá hér að neðan.