Nú styttist í Alþingiskosningar. Það styttist í að við gerum upp hug okkar um hverja við kjósum til að fara með völdin í landinu í umboði okkar. Ég er reyndar þegar búinn að gera upp hug minn. Ég mun áfram styðja Vinstrihreyfinguna- grænt framboð. Fjölmargt veldur þessari ákvörðun minni. Ég geri það meðal annars vegna þess að í ríkisstjórn hefur flokknum tekist að rétta verulega við það þjóðfélag sem fyrir rúmum 4 árum var nánast gjaldþrota eftir langvarandi stjórn nýfrjálshyggjunnar í landinu. Og ég geri það líka vegna þess að enn á flokkurinn eftir að leysa ýmis stór samfélagsleg verkefni sem engum nema honum er treystandi til að leysa.