Í dag eru 40 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Þessara tímamóta verður minnst í Eyjum í dag með sérstakri Þakkargjörðarhátíð en dagskrá hennar má sjá hér að neðan. Hápunktur hennar verður í kvöld þegar Eyjamenn munu ganga fylktu liðið í blysför frá Landakirkju og niður að höfn en sérstök athöfn verður svo um borð í Herjólfi. Fyrir gönguna, klukkan 18:45 verður stutt helgistund við Landakirkju.