„Ég vona að við getum gengið frá málum við James sem fyrst nú þegar hann hefur fengið sig lausan frá Bournemouth,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið í gær en flest bendir nú til þess að David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englendinga, muni standa á milli stanganna í marki Eyjamanna í sumar.