Grétar Ómarsson skrifar Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra bréf en Grétar lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að verða vitni að því þegar tveir ungir menn voru hugsanlega að undirbúa innbrot. Grétar hringdi í Neyðarlínuna en fékk þau svör að engin lögregla væri á vakt og því ekkert hægt að gera. Grétar spyr ráðherra hvort ekki sé eitthvað rangt við þetta. Bréfið í heild má lesa hér að neðan.