Þetta er svo nýskeð að þetta er alveg ótrúlegt, alveg magnað,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigurinn á Stjörnunni í gær en þar tryggði ÍBV sér sigurinn í 1. deild og um leið sæti í úrvalsdeild. Arnar er á öðru ári sínu sem þjálfari meistaraflokks ÍBV og ljóst að árangur liðsins er að miklu leyti honum og Erlingi Richardssyni, hinum þjálfara liðsins að þakka.