Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, fimmtudag. Seinni tvær ferðir skipsins í gær féllu niður vegna ölduhæðar og vinds við höfnina en aðstæður eru betri nú. Siglingar verða samkvæmt áætlun í dag en ef aðstæður breytast mun Eimskip senda út tilkynningu.