Vangaveltur eru um hvað best er að gera í gjaldmiðilsmálum. Með því að taka einhliða upp gjaldmiðil annars ríkis þá þurfum við að kaupa hann, gjaldeyri með gjaldeyri, sem við eigum ekki og svo misstum við einnig stjórn á peningamálum okkar til þess ríkis, sem á gjaldmiðilinn. Ef við gengjum í ESB til þess að taka upp evruna, þá glötum við einnig eigin stjórn peningamála auk þess að við inngöngu í ESB fylgir talsvert sjálfstæðis og valdaframsal og margar aðrar áhættur miðað þróun mála þar og hafa ber í huga að Ísland er ekki í neinni stöðu að uppfylla skilyrði evruaðildar í bráð þótt við vildum.