Frestur til að sækja um verkefna-þróunarstyrki á vegum Sóknaráætlunar og Vaxtarsamnings Suðurlands, þetta vorið, er til 6. maí n.k. eins og auglýst hefur verið.  Að sögn Finnboga Alfreðsson hjá SASS, hafa honum borist þrjár  fyrirspurnir frá aðilum í Vestmannaeyjum og eru þær ennþá í ferli.  Mikið er um fyrirspurnir og vangaveltur allstaðar af Suðurlandi, og beinast flestar að þróun og nýsköpun í ferðamennsku og matvælaiðnaði.