Karlalið ÍBV mætir BÍ/Bolungarvík í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins en dregið var í hádeginu. Leikurinn fer fram á Torfnesvelli á Ísafirði föstudaginn 21. júní en BÍ/Bolungarvík er sem stendur í þriðja sæti 1. deildar en liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað einum. M.a. hefur BÍ/Bolungarvík lagt Selfoss að velli en töpuðu reyndar stórt gegn Grindavík 6:1 í Grindavík.