Í kvöld fara fram stórtónleikar Fjallabræðra og Lúðrasveitar Vestmannaeyjar. Þjóðþekktir söngvarar hafa boðað komu sína en þau eru Sverrir Bergman, Páll Óskar og Sunna Guðlaugs, sem hleypur í skarðið fyrir Ragnhildi Gísladóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 en salurinn tekur 1200 í sæti. Blaðamaður Eyjafrétta heyrði í forsvarsmönnum tónleikanna og sagði hann að búið væri að selja um eitt þúsund miða. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er búið að breyta íþróttasalnum í frábæran tónleikasal en hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af breytingunum.