Söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á línuhraðli á Landsspítala hefur borist til Eyja með hádegisgöngu á Heimaklett. Til að vekja athygli á þessari söfnun, sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hratt af stað fyrr á þesusu ári, hefur sr. Þorgrímur Daníelsson hafið göngu á 30 tinda í ágúst. Heimaklettur var sjálfkjörinn og óskar sr. Þorgrímur eftir fylgd og leiðsögn á Heimaklett. Gangan hefst kl. 12 miðvikudaginn 7. ágúst og ef vel gengur og tími vinnst til hefur hann hug á að ganga á Eldfell og Helgafell í framhaldi af göngunni á Heimaklett.