Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spennusetti nú fyrir stundu Vestmannaeyjastreng 3 í höfuðstöðvum HS-veitna í Vestmannaeyjum. Aðeins er rúmt ár frá því ákveðið var að flýta strenglögninni til að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. Mun slíkur framkvæmdahraði við lagningu sæstrengs vera óþekktur í heiminum. Upplýst var við athöfnina í dag að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti.