Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður á morgun ráðinn þjálfari ÍBV í meistaraflokki karla samkvæmt heimildum 433.is. Sigurður hefur tekið boði Eyjamanna og mun skrifa undir á morgun. Hann tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem lét af störfum um síðustu helgi. Hermann hafði aðeins stýrt ÍBV í eitt ár en vegna persónulegra ástæðna lét hann af störfum. Sigurður hefur stýr kvennalandsliðinu síðustu ár með mögnuðum árangri og komið liðinu tvisvar á stórmót. Hann hætti með liðið í sumar og hefur eftir það verið orðaður við ýmis félög.