Í upphafi árs eru aðeins starfandi tveir heilsugæslulæknar en fjögur slík stöðugildi hafa verið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja um árabil. Auk þessara tveggja, verður ein staða heimilislæknis mönnuð af afleysingalæknum og er búið að manna þá stöðu fyrir árið 2014, að því að fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar.
�??Afleysingalæknar taka bráðavaktir á heilsugæslunni þrjá daga vikunnar og tvo daga vikunnar er hefðbundin móttaka (bókaðir tímar). �?skilegt er að sami læknir sinni langvarandi vandamálum en hægt verður að panta tíma hjá hvaða heimilislækni sem er. Varðandi lyfjaendurnýjun er hægt að endurnýja lyf um heimasíðu
www.hsve.is undir endurnýjun lyfseðla. þar er hægt að velja þá lækna sem eru fastráðnir eða haka við �??á ekki við�??. Læknaritarar sjá síðan um að koma lyfseðli til viðkomandi læknis. Einnig er áfram hægt að endurnýja lyf hjá læknariturum símleiðis í síma 481 1955.�??