Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í dag þar sem liðið lék gegn FH í síðustu umferð fyrri hluta Íslandsmótsins, eða Olísdeildarinnar. ÍBV var einu marki yfir í hálfleik 11:12 og vann að lokum með tveimur, 22:24 en þær Vera Lopes og Ester �?skarsdóttir skoruðu 16 af 24 mörkum ÍBV eða átta mörk hvor. Með sigrinum komst ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar en fyrr í dag tapaði Grótta fyrir Stjörnunni. Staðan í deildinni er því þannig að Stjarnan er efst með 21 stig, Valur er í öðru sæti með 20, ÍBV er í þriðja sæti með 16, eins og Fram sem er í fjórða sæti. Grótta er svo í fimmta sæti með 15 stig.
Mörk ÍBV: Ester �?skarsdóttir 8, Vera Lopes 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Telma Amado 2.