Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður og fyrrum markvörður ÍBV, skrifar skemmtilegan pistil á heimasíðu sína
Gustavsson.is. Eins og svo mörg íslensk handboltalið, hitar íslenska landsliðið upp í fótbolta fyrir æfingar. Björgvin Páll fer í pistli sínum yfir gæði leikmanna og líkir þeim í flestum tilvikum við knattspyrnumenn, þó ekki alla. Um Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson skrifar Björgvin Páll:
Misjafnasti leikmaður heims. Allt eða ekkert gæji og mjög erfitt að lesa hvernig dagurinn verður hjá honum. Fann engan fótboltamann sem hægt er að líkja við hann þannig að við segjum bara að hann sé eins og Herjólfur… Erfitt að treysta á hann…
Um sjálfan skrifar Björgvin Páll:
Hef litla yfirsýn, á það til að halda boltanum of lengi og stundum í vandræðum með að losa mig við boltann. Berst samt vel og reyni að bæta upp skort á hæfileikum með því að hlaupa og berjast. Hendi hiklaust á mig Hemma Hreiðars stimpli.
Og um Eyjaþjálfarana tvo skrifar Björgvin Páll þetta:
Gunnar Magnússon : Hann hefur spilað í kringum 10 leiki á ferlinum og hefur átt á þessum tíma eina heppnaða sendingu en sú sending var reyndar í anda David Beckham, en þar skrúfaði hann boltann úr mikill fjarlægð fyrir markið sem skilaði glæsilegu marki og lifir hann enn þann dag í dag á þessari mögnuðu sendingu. Verðum að henda Beckham stimplinum á hann enda ekki ólíkir á velli.
Erlingur Richardsson : Jamie Carragher.