Aðalmeðferð í máli Vestmannaeyjabæjar gegn Q44 ehf og Síldarvinnslunni verður við Héraðsdómstól Reykjavíkur 28. mars næstkomandi. Til stóð að aðalmeðferð málsins yrði 23. janúar síðastliðinn en henni var frestað vegna sjúkraleyfis fyrri dómara en málið var tekið fyrir í gær. Málið varðar sölu hlutabréfa Bergs-Hugins, sem er í eigu Q44 ehf. til Síldarvinnslunnar en Bergur-Huginn gerir út tvo togara. Q44 er í eigu Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu en Síldarvinnslan er m.a. í eigu Samherja.
�??Við hér í Eyjum erum náttúrulega fegin að nú styttist í einhverja niðurstöður,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri. �??Málið var sem sagt tekið fyrir í gær og aðalmeðferð ákveðin 28. mars næstkomandi. �?tli það megi ekki reikna með því að síðan taki um 4 vikur að kveða upp dóm í héraði og ég verð hissa ef þessu máli lýkur án aðkomu hæstaréttar. Málið hefur enda gríðarlegt vægi. Fyrir okkur hér í Eyjum er náttúrulega um að tefla einn af stærstu og mikilvægustu vinnustöðum á Eyjunni. �?að yrði sárt að horfa á eftir slíku án þess að heimamenn fái tækifæri til að kaupa félagið. Hitt er svo annað að mikilvægi þessa máls er þó langt umfram þetta. Hið raunverulega mikilvægi liggur í því að kanna hvort að forkaupsréttarákvæðið eins og því er lýst í 12. grein laga um stjórn fiskveiða sé virkt eða hvort útgerðir geti á markvissan máta sniðgengið það og þar með vilja löggjafans. Hafa þarf hugast að eini réttur okkar íbúanna meðfram allri strandlengjunni er fólginn í þessu ákvæði og ég neita að trúa því að það verði léttvægt fundið. Málið er því brýnt fyrir öll sjávarútvegssveitarfélög á landinu og alla íbúa þessara byggða sem eiga allt undir sjávarútvegi án þess að eiga kíló af kvóta. Málið snýst sem sagt um rétt íbúa og fyrir honum ætlum við að berjast.�??