Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á Sjómannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins sem eru viðsemjendur fyrir undirmenn á Herjólfi og Eimskip að setjast niður og reyna af krafti og sannfæringu að finna viðunandi lausn á þeirri kjaradeilu sem veldur á hverjum degi óþolandi truflun fyrir atvinnulíf, samgöngur og almenn lífsgæði Vestmannaeyinga.
Eyverjar leggja það til að samningsaðilar, sem báðir eiga höfuðstöðvar sínar í póstnúmeri 105, þiggi boð Bæjarráðs Vestmannaeyja um fundaraðstöðu í húsnæði Vestmannaeyjabæjar og geri sér þar með ferð til Vestmannaeyja í þeim tilgangi að semja og fari ekki af eyjunni fyrr en samningum er náð. Einungis með þeim hætti geta samningsaðilar áttað sig á því hvaða afleiðingar kjaradeilur þeirra hafa á okkar samfélag.
Stjórn Eyverja