Hópur fólks hefur tekið saman um að skora á Alþingi að skilgreina siglingaleiðir ferja sem sem hluta af þjóðvegakerfi landsins. Hefur hópurinn sent öllum þingmönnum bréf þess eðlis. Bréfið er svohljóðandi:
Kæri þingmaður
Hér er ákall til þín um að í vegalög (Lög nr. 80 29. mars 2007.) verði bætt inn að siglingaleiðir ferja falli undir þjóðvegakerfi landsins.
6. gr lagana þarf að bæta en hún er eftirfarandi;
“Vegakerfi landsins skiptist í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi. �?jóðvegir og sveitarfélagsvegir skulu mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.”
Vegaskrá Vegagerðar þarf að lagfæra eða breyta grein 7. í vegalögum.
Einnig þarf að bæta inn í grein 8. nýjum lið; e. um ferjuleiðir, en liður a. um stofnvegi nær aðeins til hafnarmannvirkja en ekki til siglingaleiða ferja milli þeirra.
Hópurinn �?jóðvegur til Eyja, hvetur þingmenn til að grípa tafarlaust til breytinga á umræddum lögum svo allar byggðir landsins megi verða tengdar innan þjóðvegakerfisins. �?etta er mál sem varðar alla Íslendinga.
Á síðustu 20 klukkustundum hafa rúmlega 1080 manns lýst yfir stuðningi á þessu málefni á facebook síðu hópsins, hjá hér;
https://www.facebook.com/thodvegurtileyja