Guðmundur Alfreðsson er mikill flugáhugamaður og hefur sinnt þessu áhugamáli sínu ágætlega í gegnum tíðina. Guðmundur fjárfesti í nýrri fisvél á dögunum, Aircraft Skyranger sem ber einkennisstafina TF170. Hann skellti sér í flugferð í blíðunni í gær og festi myndatökuvél á væng vélarinnar. Afraksturinn má sjá í myndbandinu sem fylgir þessari frétt og svo er annað myndband úr sömu ferð hér að neðan.