Karlalið ÍBV tekur á móti Fjölni á Hásteinsvelli klukkan 14:00 í dag. Gengi ÍBV í deildinni hefur ekki verið nægilega gott það sem af er sumars en liðið hefur aðeins unnið einn leik og er í 12. og neðsta sæti Pepsídeildarinnar. Segja má að sjö lið séu í neðri hluta deildarinnar um þessar mundir en af þessum sjö, er Fjölnir efst með 11 stig, Breiðablik og Fram eru með 9 stig, �?ór og Fylkir eru með 8 og ÍBV 7. �?ór hefur reyndar leikið einum leik meira en hin liðin en �?órsarar unnu óvæntan sigur á KR nyrðra. Leikurinn í dag er því sannkallaður sex stiga leikur og afar mikilvægt fyrir ÍBV að fara innbyrða fleiri sigra ef ekki illa á að fara.
Leikmenn þurfa því á stuðningi að halda í dag og þótt einhver rigning kunni að vera í kortunum, þá er það engin afsökun, því nú er komið þak á stúkuna.