ÍBV stelpur lágu fyrir Breiðabliksstúlkum í níundu umferð Pepsídeildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2. Og það var Eyjastelpan Fanndís Friðriksdóttir sem kom sá og skoraði 3 mörk í leiknum.
Tveir nýir leikmenn voru á varamannabekk ÍBV í dag, þær Ariana Calderon og Natasha Anasi. Sú síðarnefnda kom inná í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn því hún skoraði strax á 50. mínútu.
Eyjastelpur sitja áfram í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.