Á vef Vinnslustöðvarinnar kemur fram að ung skosk kona hafi nýlega varið doktorsritgerð sem fjallar um leiðir til að auka verðmæti humars úr sjó með líffræðilegum aðferðum. Og að upphaf doktorsverkefnis hennar megi rekja til frumkvæðis Vinnslustöðvarinnar árið 2006. Í fréttinni á vef Vinnslustöðvarinnar segir:
�??Skoski líffræðingurinn Heather Rosemary Philp varði doktorsritgerð sína í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands á miðvikudaginn var, 29. október.
Upphaf doktorsverkefnis hennar, sem varðar aukna arðsemi veiða og vinnslu humars, má rekja til frumkvæðis Vinnslustöðvarinnar árið 2006 til rannsókna á því hvernig unnt sé að auka arðsemi humarveiða.
Ritgerð Heather Philp nefnist Leiðir til að auka verðmæti humars (Nephrops norvegicus) úr sjó með líffræðilegum aðferðum (e. Using biology to improve the value of the Icelandic lobster (Nephrops norvegicus) fishery).
Andmælendur voru dr. Elena Mente prófessor við Háskólann í �?essalóníku í Grikklandi og dr. Sigurjón Arason prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi doktorsefnisins var dr. Guðrún Marteinsdóttir prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Unnt að auka arðsemina
Heather Philp fjallar í ritgerðinni um hvernig auka megi verðmæti humars á Íslandsmiðum á vistvænan hátt án þess að auka veiðiálag.
Í fyrsta hluta er reynt að auka skilning á grunnatriðum lífsferlis krabbadýra, þ.e. sjálfu hamskiptaferlinu.
�?ví næst er reynt að meta tilkomu skemmda sem myndast á ytri stoðgrind og tap á útlimum frá því að humarinn var veiddur og þar til honum var pakkað í frystiöskjur.
Í þriðja hluta verkefnisins eru kannaðar leiðir til að flytja lifandi humar á markað. �?að skiptir miklu máli, enda er lifandi humar allt að þrefalt dýrari vara en frystur.
Að lokum er fjallað um leiðir til að auka tekjur með því að nýta aukaafurðir sem áður var fargað.
Meginniðurstöður nýbakaðs doktors benda til þess að unnt sé að auka verðmæti humars úr sjó með tilteknum breytingum varðandi meðferð á afla, löndun og flutningi á markað.
Fjölskyldan í humarvinnslu
Heather Philp er fædd árið1976 á eynni Skye í Skotlandi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í líffræði frá University of Aberdeen 2006 en var jafnframt einnig skráður stjórnandi í humarvinnslufyrirtæki fjölskyldu sinnar.
Haustið 2006 ýttu Háskóli Íslands og Vinnslustöðin úr vör humarrannsóknaverkefni. Vinnslustöðin fékk Guðrúnu Marteinsdóttur prófessor til liðs við sig sem umsjónarmann og auglýsti síðan eftir umsækjendum til doktorsnáms í fiskifræði þar sem gert var ráð fyrir humarrannsóknum með styrk úr AVS-sjóðnum í samstarfi við HÍ, fræðasetrið í Eyjum og Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum.
Alls bárust 34 umsóknir, þar af aðeins ein íslensk! Doktorsefnið, sem fyrir valinu varð, var Heather Philp. Hún átti eftir að dvelja langdvölum í Eyjum og í Reykjavík vegna þessa verkefnis og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2007.