Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna hafa verið kynntar. Í flokki barna- og ungmennabóka er Eva �?engilsdóttir tilnefnd fyrir verk sitt 
�??Nála – riddarasaga�??. Eva kynnti bókina í Eymundsson í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði ásamt eiginmanni sínum Martin Eyjólfssyni. Alls eru 15 bækur tilnefndar í þremur flokkum. Ein bók í hverjum flokki er verðlaunuð og hljóta höfundar þeirra eina milljón króna, hver um sig. Forseti Íslands afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári.
 
 
�?essar fimm barna- og ungmennabækur eru tilnefndar:
- Ármann Jakobsson: Síðasti galdrameistarinn
 
- Bryndís Björgvinsdóttir: Síðasti Hafnfirðingabrandarinn
 
- Eva �?engilsdóttir: Nála – riddarasaga
 
- �?órarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn: Fuglaþrugl og naflakrafl
 
- �?órarinn Leifsson: Maðurinn sem hataði börn