Vegna greinarkorns Huldu frá Vatnsdal hér á síðunni vill �?lafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar benda á að Neyðaráætlanir eru gerðar af Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi lögreglustjóri og Almannavarnanefnd hafa ýtt á slíkt sé gert fyrir hina ýmsu vá sem getur steðjað að Vestmannaeyjum. �?ær áætlanir sem til eru, er hægt að skoða á heimasíðu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, þar á meðal fyrir Vestmannaeyjar. Varðandi rýmingaáætlanir einstakra stofnana og fyrirtækja þá er það á ábyrgð viðkomandi að slíkt sé sett upp og þeim framfylgt.