Á síðasta fundi fræðsluráðs lágu eftirfarandi mál fyrir ráðinu
201504067 – Breyting á vistunartíma leikskóla.
Erindi frá skólastjórnendum leikskólanna í Vestmannaeyjum um breytingu á vistunartíma í skólunum frá ágúst 2015.
Í erindinu er lagt til að leikskólar í Vestmannaeyjum verði opnir frá 7:30 til 16:15 frá og með 17. ágúst 2015 í stað 07:30-17:00 eins og nú er. Ástæðan er lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15. Af þeim 224 börnum, sem eru í leikskólunum skólaárið 2014 til 2015, hafa einungis fjögur börn, vistun til kl. 17:00. Í erindinu kemur einnig fram að með styttri vistunartíma næst hagræðing í rekstri og að það stuðli að fjölskylduvænna samfélagi. Fræðsluráð þakkar erindið og það frumkvæði sem leikskólastjórar sýna og samþykkir að vistunartími leikskólanna í Vestmannaeyjum verði frá 07:30 til 16:15 frá og með 17 ágúst 2015. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.
2.
200703065 – Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti
Rekstur gæsluvallar sumarið 2015
Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa um að starfstími gæsluvallarins Strandar verði frá kl. 13-16 á tímabilinu 20. júlí til 14. ágúst. Jafnframt samþykkir ráðið að vistunargjöld verði kr 800 á dag fyrir hvert barn.