ÍBV sótti ÍA heim í 11. umferð Pepsi deildar karla í dag þar sem Skagamenn höfðu betur 3-1.
Fyrri hálfleikur var einstaklega líflegur og kom Víðir �?orvarðarson ÍBV yfir strax á 11. mínútu með skalla af markteig eftir sendingu frá Ian Jeffs. Eftir markið voru Eyjamenn mun sprækari og voru líklegir til að bæta við öðru marki en það var svo undir lok fyrri hálfleiks, nánar tiltekið á 39. mínútu þegar Arnar Már Guðjónsson jafnaði metinn með frábæru skoti af þrjátíu metra færi, algjörlega óverjandi fyrir Guðjón Orra í marki ÍBV. Staðan í hálfleik 1-1.
Skagamenn komust svo yfir strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenij Buinickij var einn og óvaldaður í teignum og skallaði boltann í netið. ÍBV náði ekki ekki að skapa sér nein almennileg færi, en lítið gekk. Skagamenn bættu svo við þriðja markinu á 75. mínútu. �?órður �?órðarson átti fallega sendingu inn í teig, beint á kollinn á Halli Flosasyni sem setti boltann í markið. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA.
ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.