Ekki kemur til greina að Jonathan Glenn spili með Breiðabliki gegn ÍBV þegar liðin mætast í Pepsídeild karla á laugardaginn. �??Við virðum lánssamninginn. Annað kemur ekki til greina.�?? sagði Eysteinn Pétur Lársson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks við R�?V.
Glenn er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk. Hann hefur farið á kostum og skorað 7 mörk í 8 leikjum síðan ÍBV lánaði hann til Breiðabliks í sumar.
Breiðablik fær ÍBV í heimsókn í 21. umferð, þeirri næst síðustu í deildinni á laugardaginn. Blikar eiga enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum á meðan ÍBV getur enn fallið úr deildinni.
Almennt eru viðaukar í lánssamningum um að leikmenn spili ekki gegn sínum félögum þegar þeir eru í láni hjá öðru félagi. Eftirminnilegt er þegar �?lafur Jóhannesson þjálfari Vals lýsti því yfir í ágúst að Emil Atlason myndi spila bikarúrslitaleikinn með Val gegn KR þrátt fyrir að hann væri lánsmaður hjá KR. Ekkert varð af því þó.