Glenn spilar ekki gegn ÍBV
23. september, 2015
Ekki kemur til greina að Jonathan Glenn spili með Breiðabliki gegn ÍBV þegar liðin mætast í Pepsídeild karla á laugardaginn. �??Við virðum lánssamninginn. Annað kemur ekki til greina.�?? sagði Eysteinn Pétur Lársson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks við R�?V.
Glenn er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk. Hann hefur farið á kostum og skorað 7 mörk í 8 leikjum síðan ÍBV lánaði hann til Breiðabliks í sumar.
Breiðablik fær ÍBV í heimsókn í 21. umferð, þeirri næst síðustu í deildinni á laugardaginn. Blikar eiga enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum á meðan ÍBV getur enn fallið úr deildinni.
Almennt eru viðaukar í lánssamningum um að leikmenn spili ekki gegn sínum félögum þegar þeir eru í láni hjá öðru félagi. Eftirminnilegt er þegar �?lafur Jóhannesson þjálfari Vals lýsti því yfir í ágúst að Emil Atlason myndi spila bikarúrslitaleikinn með Val gegn KR þrátt fyrir að hann væri lánsmaður hjá KR. Ekkert varð af því þó.
ruv.is greindi frá
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst