ÍBV hefur farið vel af stað í Olís deild kvenna og eru nú á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína. Stelpurnar taka á móti Stjörnunni í dag klukkan 18:00 þegar fjórða umferð deildarinnar fer fram og eru þær verðugir andstæðingar en Stjarnan er með mjög gott lið. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar og hafa tapað einum leik en það var gegn bikar og Íslandsmeisturum Gróttu.